Tilgreinir upplýsingar um Intrastat-skýrslugerð. Öllum fyrirtækjum í aðildarríkjum ESB ber skylda til að gefa skýrslu um viðskipti sín í öðrum ESB-löndum/svæðum.
Annaðhvort getur notandi sjálfur sett færslur í gluggann eða látið kerfið færa þær inn sjálfkrafa með því að smella á Aðgerðir, Sækja færslur í glugga Intrastatbókarinnar. Þegar þetta er gert flytur kerfið aðeins inn færslur úr töflunni Birgðafærsla. Ef um er að ræða fjárhagsfærslur sem eiga að vera með í INTRASTAT-skýrslunni (til dæmis þegar keyptur er skrifstofubúnaður til eigin nota frá öðru ESB-landi/svæði) þarf notandi að færa þær færslur sjálfur.
Ef birgðafærslur eiga að fela í sér nauðsynlegar upplýsingar þegar kerfið flytur þær í intrastatbókarlínu verða þær upplýsingar að hafa verið færðar inn í eftirfarandi töflur:
- Land/svæði
- Tollflokkur
- Flutningsmáti
- Tegund viðskipta
Til athugunar |
---|
Þessar töflur þarf að útfylla áður en bókun hefst. |
Áður en hægt er að nota gluggann Intrastatbók þarf að ákveða hvaða sniðmát intrastatbókar og keyrslur á að nota. Það er hægt að gera úr gluggunum Sniðmát Intrastatbókar og Intrastatbókarkeyrsla.
Í glugganum Sniðmát Intrastatbókamá stofna nokkur sniðmát, ef þörf er á ólíkum sniðmátum. Þar sem Intrastat-skýrslugerð er framkvæmd mánaðarlega verður að stofna 12 intrastatbækur sem miðast við sama sniðmát. Heiti þessara 12 færslubóka eru sett upp í glugganum Keyrsla Intrastatbóka.
Upplýsingar varðandi INTRASTAT eru færðar inn í gluggann Intrastatbók. Þegar upplýsingar hafa verið sóttar í intrastatbókarlínur er hægt að prenta skýrslu eða skrá fyrir skatt- og tollayfirvöld.